[vc_row][vc_column][vc_text_separator title=”Frambjóðendur”][vc_column_text]

[tmm name=”heilbrigdisvisindasvid”]

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][vc_text_separator title=”Stefnumál”][vc_column_text]

STEFNUMÁL HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐS

 

KLÍNÍSKT NÁM

Álag nemenda í klínísku námi er allt of mikið og þarf að halda betur utan um það, þar sem ekki er borin virðing fyrir grundvallarréttindum fólks. Ekkert svigrúm er fyrir veikindi eða óvæntar uppákomur í verknámi. Vaka vill auka svigrúm í klínísku námi og setja þak á hversu margar klukkustundir í viku nemandi þarf að skila af sér í klínísku námi sem og að hvíldartími sé virtur.

 

VERKNÁM Í GRUNNNÁMI Í SJÚKRAÞJÁLFUN.

Vaka vill berjast fyrir auknu verknámi i grunnámi í Sjúkraþjálfun svo að Háskóla Íslands sé samkeppnishæfur nágrannaríkjum okkar. Í dag hafa nemendur lítinn sem engan möguleika á Mastersnámi erlendis vegna skorts á verknámi í grunnnáminu. Mikilvægt er að nemendur sem útskrifast úr grunnámi í Sjúkraþjálfun hafi lágmarks reynslu í verknámi svo að þeir hafi möguleika á framhaldsnámi erlendis.

UPPTAKA FYRIRLESTRA

Upptaka fyrirlesta er eitt stærsta hagsmunamál háskólanema. Háskólinn er ekki aðgengilegur öllum á meðan fyrirlestrar eru ekki teknir upp. Búnaður er til staðar í stofum háskólans og það sem þarf er aukinn þrýsingur hagsmunaafls. Vaka mun leggja mikla áherslu á upptöku fyrirlestra.

 

PRÓFNÚMER

Vaka vill að kennarar skyldi nemendur til að nota prófnúmer, en ekki nafn og kennitölu á úrlausn prófa. Prófnúmer koma í veg fyrir að kennarar hafi kost á því að taka geðþóttaákvarðanir við einkunnargjöf. Prófnúmer er stór þáttur í að stuðla að jafnréttis

 

METUM LJÓSMÓÐURFRÆÐINA AÐ VERÐLEIKUM Í VETTVANGSNÁMI.

Vaka vill berjast fyrir rétti ljósmóðurfræðinema í vettvangsnámi. Við viljum að nemalaun verði tekin aftur upp í ljósmóðurfræði vettvangsnámi og að menntun þeirra sé metin að verðleikum í starfi.

 

EKKI SKYLDUMÆTING EFTIR KL.16.00.

Á Heilbrigðisvísindasviði eru of margir tímar kenndir eftir klukkan 16.00. Vaka vill afnema skyldumætingu eftir klukkan 16.00 á daginn þar sem hún kemur sér afar illa fyrir foreldra í námi.


SAMRÆMUM LÆKNISFRÆÐINÁM VIÐ AÐRAR NÁMSLEIÐIR HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐS.

Vaka vill berjast fyrir því að skólaárið í læknisfræði sé haft í samræmi við önnur svið. Vaka vill stytta árið í læknisfræði svo það endi á sama tíma og í öðrum námsleiðum.


BÆTT AÐGENGI Í EIRBERG

Stórauka þarf aðgengi í Eirberg. Þar er lágmarks krafa að aðgengi háskólans sé forgangsmál.

 

HEIMABYGGINGAR
Opnunartími bygginga er misjafn og aðgangur að húsakynnum skólans er það einnig. Sumir nemendur geta hæglega fengið lykil eða rafrænan lykil að heimabyggingu sinni, en aðrir eru „heimilislausir” og hafa þá enga fasta lesaðstöðu. Vaka vill að allar greinar í háskólanum hafi heimabyggingu þar sem nemendur geta fengið lykil að byggingunni.

 

LES- OG HÓPAVINNUAÐSTAÐA
Auðveldum nemendur ferlið að panta stofu eða fundarherbergi fyrir hópavinnu. Nemendur ættu að hafa óheftan aðgang að kennslustofum utan kennslustunda líkt og er í öðrum skólum.

HEILSUTORG – ÞVERFAGLEG TEYMISVINNA
Nemendur sem eru í klínísku námi á Landspítalanum vilja fylgja leiðbeinendum frá öðrum stéttum. Þannig vilja t.d. læknanemar fylgja hjúkrunarfræðingum í upphafi verknámsins til þess að kynnast ólíkum vinnubrögðum og öfugt. Þetta á við um allar deildir innan sviðsins sem eru í verknámi þar sem aðrar stéttir starfa. Vaka vill að nemendur geti fylgt starfsmönnum frá ólíkum stéttum í upphafi verknáms.
[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][vc_separator][/vc_column][/vc_row]